Góa

1.500 kr.

Uppskriftin Góa kemur í einni stærð og er prjónuð ofan frá og niður. Peysan er með mikla yfirvídd í bol. Hún er prjónuð úr nýull frá Gilhaga á prjónastærð 3,5 og 4,5 mm. Peysuna má einnig prjóna úr einföldum plötulopa frá Ístex. Munstur og útaukning á axlarstykkinu er prjónað samkv. teikningu og texta. Þegar berustykkið mælist ca. 30-31 cm að lengd er því skipt niður í framstykki, bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er síðan prjónað í hring á hringprjón niður. Lykkjur undir miðri ermi eru prjónaðar með munsturprjóni niður bolinn og sameinast stroffinu neðst á bolnum. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna ofan frá og niður.

Efni: Plötulopi eða Hrein íslensk nýull (Ær) frá Gilhaga

Stærðir : ein stærð

Yfirvídd: 116 cm

Lengd á bol: 28 cm

Ermalengd: 36 cm

Prjónafesta: 10 x 10 cm = 18 L og 25 umf munsturprjón á prjóna nr 4,5.

Fjöldi