Góa pils
1.300 kr.
Pilsið er prjónað úr tvöföldum plötulopa ofan frá og niður á prjónastærð 4 og 5,5 mm. Í stroffið er prjónuð ein umf með gataprjóni fyrir snúru. Fyrir miðju framstykki er prjónaður munsturbekkur. Í bakhlutann eru prjónaðar stuttar umf til að pilsið fari betur. Pilsið er aðeins síðara að aftan og nær vel niður fyrir rasskinnarnar. Þar sem pilsið er prjónað ofan frá og niður er auðvelt að lengja það eða stytta.
Vídd yfir mjaðmir: S/M = 96 cm, M/L = 108 cm, L/XL = 120 cm
Lengd að framan í öllum stærðum = 38 cm
Lend að aftan í öllum stærðum = 42 cm
Prjónafesta: 10 x 10 cm = 16 L og 22 umf. slétt prjón á prjóna nr 5,5.