fbpx

Móakot

Móakot er gamalt kotbýli á Vatnsleysuströndinni en þaðan er móðurfólk mitt ættað. Langt er síðan bærinn fór í eyði en langamma mín, Kristín Jónsdóttir, eignaðist Móakot árið 1879 þá einungis tvítug að aldri. Hún var bóndi og giftist seinna sveitunga sínum, Bjarna Sigurðssyni langafa mínum, 32 ára gömul. Þau ráku búskap að Móakoti fram til ársins 1923 en þá fluttu þau til Hafnarfjarðar.  Amma mín Margrét var eina dóttir þeirra hjóna og bjó mesta hluta ævi sinnar í Hafnarfiði. Hún féll frá árið 1983. Hún kendi mér að prjóna sem barn. Eins og ber að skilja þá er nafnið Móakot mér afar kært og tengir mig við rætur mínar. Peysurnar Krístin og Bjarni eru hannaðar til heiðurs þeirra hjóna frá Móakoti.

Í peysunum mínum leitast ég við að halda í gamlar hefðir. Ég kalla peysurnar mínar Landnámsdætur og synir. Ég legg mikla áherslu á efnisval en peysurnar mínar eru aðeins prjónaðar úr náttúrulegum efnum. Í dag er óteljandi framboð af góðu garni og oft erfitt að velja eitt fram yfir annað. Auðvitað eigum við öll okkar uppáhalds garn og hvet ég ykkur kæru prjónarar til að taka ykkur frelsi og velja sjálf úr hvaða garni þið prjónið peysurnar mínar. Ef valið er annað garn verður þú alltaf að passa að prjónafestan sé sú sama og gefin er upp til að útkoman verði sem best.

Gangi ykkur vel

Við notum vafrakökur til að tryggja þér bestu upplifun á vefsíðu okkar. Með því að halda áfram heimsókn þinni á þessa síðu samþykkir þú notkun þeirra.

OK