fbpx

Velkomin á heimasíðu Móakots

Á þessari síðu getur þú keypt og hlaðið niður uppskriftum af peysum Móakots. Í hönnun okkar leggjum við áherslur á gamlar hefðir og gott efnisval. Náttúruleg efni eins og ull, bomull og hör tryggir þér ávallt betri útkomu og flík sem mun endast þér lengur. Í dag er óteljandi framboð af góðu garni og oft erfitt að velja eitt fram yfir annað. Margir eiga sitt uppáhalds garn og  hvet ég ykkur kæru prjónarar til að taka ykkur frelsi og velja sjálf úr hvaða garni þið prjónið peysurnar okkar. Þegar valið er annað garn er mikilvægt að fylgja uppgefni prjónafestu.

Tjaldur

Prjónuð úr garni frá Gilhaga

Screenshot 2022-09-04 at 21.48.21
m

Ný litasamsetning

Uppskriftin Lóa kemur í einni stærð og er prjónuð ofan frá og niður. Peysan er með mikla yfirvídd í bol og ermum. Hún er prjónuð með einföldum plötulopa frá Ístex sem gerir hana einstaklega létta og þægilega peysu sem þrengir hvergi að.

Sagan okkar

 

Móakot er gamalt kotbýli á Vatnsleysuströndinni en þaðan er móðurfólk mitt ættað. Langt er síðan bærinn fór í eyði en langamma mín, Kristín Jónsdóttir, eignaðist Móakot árið 1879 þá einungis tvítug að aldri. Hún var bóndi og giftist seinna sveitunga sínum, Bjarna Sigurðssyni langafa mínum, 32 ára gömul.

Við notum vafrakökur til að tryggja þér bestu upplifun á vefsíðu okkar. Með því að halda áfram heimsókn þinni á þessa síðu samþykkir þú notkun þeirra.

OK