Móri

1.500 kr.

Peysan Móri er prjónuð úr tvöföldum plötulopa. Litirnir eru samtals þrír: 1 grunnlitur og 2 munsturlitir. Peysan er prjónuð neðan frá og upp og í hring. Við handveg eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn hringprjón og axlarstykki prjónað í hring. Munstur og úrtökur eru prjónuð eftir teikningu/texta. Umferð byrjar í vinstri hlið á bol en á axlarstykki byrjar umferð á samskeytum bols og ermar, vinstra megin á baki. Peysan heitir Móri og það er skemmtilegt að segja frá því að Móri var alræmdur draugur á Móakoti.

Efni: Tvöfaldur plötulopi 100 gr ~ 300m

Stærðir: S – M – L – XL

Yfirvídd: 96 – 106 – 112 – 122 cm

Lengd á bol: 40 – 42 – 45 – 47 cm

Ermalengd: 48 – 49 – 50 – 52 cm

Prjónafesta: 10 x 10 cm = 15 L og 20 umf slétt prjón á prjóna nr 5,5

Fjöldi