Marinó
1.300 kr.
Peysan Marinó er prjónuð með einum þræði af Mitu / Rauma eða Mosa mjúkull frá Gústu. Hvort tveggja gefur peysunni mikinn svegjanleika. Peysan er einlit og er prjónuð neðan frá og upp í hring. Við handveg eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn hringprjón og axlarstykkið prjónað í hring með laskaúrtöku. Umferð byrjar í vinstri hlið á bol en á axlarstykki byrjar umferð á samskeytum bols og ermi, vinstra megin á baki. Peysan Heiða er prjónuð ofan frá og niður með íslenskri nýull frá Gilhaga á prjónastærð 4,5 mm. Í peysunni eru samtals 3 litir: 1 grunnlitur og 2 munsturlitir.
Peysan í uppskriftinni er
Efni: Einn þráður af Mitu / Rauma (brún peysa) eða Mosa mjúkull frá Gústu (bleik peysa)
Stærðir: 1 – 2 – 3 – 4 – 5 – 6 ára
Yfirvídd: 57 – 61- 65 – 69 – 72 – 74 cm
Lengd á bol: 20 – 22 – 24 – 26 – 28 – 30 cm
Ermalengd: 22 – 24 – 26 – 28 – 30 – 32 cm
Prjónafesta: 10 x 10 cm = 19 L og 26 umf munsturprjón á prjóna nr 4,5.