Tjaldur
1.200 kr.
Peysan er prjónuð neðan frá og upp. Peysan hefur einnig verið prjónuð úr einföldum plötulopa á prjónastærð 4,5 mm. Ef peysan er prjónuð úr plötulopa verður peysan minni þar sem prjónafestan með einföldum plötulopa er 19 L á hverrja 10 cm í stað 17 L á hverrja 10 cm með Gilhaga garninu. Ef peysan er pjónuð úr plötulopa ráðlegg ég að farið sé upp um eina stærð.
Litur : Peysan í uppskriftinni er brún
Efni: Hrein íslensk nýull frá Gilhaga (Ær)
Stærðir: 1 – 2 – 3 – 4 – 5 ára
Yfirvídd: 58 – 66 – 70 – 77 – 82 cm
Prjónafesta: 17 L x 26 umferðir slétt prjón á prjóna nr 4,5 mm = 10 x 10 cm